Plant segist ekki muna eftir ýkja mörgu frá upphafi áttunda áratugarins Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júní 2016 11:42 Liðsmenn Led Zeppelin segjast aldrei hafa heyrt lagið Taurus sem er vissulega keimlíkt Stairway to Heaven. Vísir/Getty Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega. Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega.
Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið