Plant segist ekki muna eftir ýkja mörgu frá upphafi áttunda áratugarins Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júní 2016 11:42 Liðsmenn Led Zeppelin segjast aldrei hafa heyrt lagið Taurus sem er vissulega keimlíkt Stairway to Heaven. Vísir/Getty Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega. Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Eitt af athyglisverðari málum tónlistarsögunnar hvað ásakanir um lagastuld varðar er við því að ljúka. Meðlimir hljómsveitarinnar Led Zeppelin hafa verið dregnir fyrir dómstóla ásakaðir um að hafa stolið laginu Stairway to Heaven frá hljómsveitinni Spirit fyrir 45 árum síðan. Söngvarinn Robert Plant og gítarleikarinn Jimmy Page hafa báðir mætt í vitnastúkuna til þess að verja sig en báðir segjast þeir ekki hafa þekkt lagið frá Spirit þegar þeir sömdu rokkslagarann ódauðlega. Randy Wolfe höfundur lagsins Taurus, sem Page og Plant eiga að hafa stolið frá Spirit, er látinn en ættingjar hans höfðuðu málið gegn Led Zeppelin.Lenti í bílslysi sama kvöld og hann hitti lagahöfundinnSaksóknarinn í málinu segir að Page og Plant hljóti að hafa þekkt lagið þar sem Jimmy Page og Robert Plant eiga að hafa kynnst liðsmönnum Spirit árið 1970 þegar hljómsveitirnar komu fram saman á tvennum tónleikum í Birmingham. Eftir tónleikana á Plant að hafa eytt kvöldstund með Wolfe. Aðspurður um málið sagði Plant því miður ekki muna neitt eftir lagahöfundinum né eftir ýkja mörgu sem gerðist við upphaf áttunda áratug síðustu aldar. Það var mikið um hlátrasköll í réttarsalnum þegar Plant lét þau ummæli falla. Sér til varnar bar Page fyrir sig að þetta sama kvöld hafi hann lent í bílslysi og fengið högg á höfuðið.Greindi frá uppruna lagsinsBæði Plant og Page þurftu að fara ítarlega í það hvernig lagið hafi orðið til, aðdáendum sveitarinnar til mikils fagnaðar, því það hafa þeir sjaldan gert. Plant sagði að Page hefði spilað gítarlínuna fyrir sig yfir varðeldi og í kjölfarið hafi hugmyndir af melódíu og texta sprottið upp hjá sér. Hann hafi þá farið inn í hús til þess virkja sköpunarflæði sitt og komið til baka með textabrotið; „there is a lady who‘s sure all that glitters is gold, and she‘s buying a stairway to heaven.“ Lögfræðingur Led Zeppelin ber það til varnar sveitarinnar að hljómagangurinn í Stairway to Heaven sé frekar algengur og hafi oft verið notaður við lagasmíðar síðastliðin 300 ár. Búist er við niðurstöðu í málinu fljótlega.
Tónlist Tengdar fréttir Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Jimmy Page endurskrifaði sögu Led Zeppelin í dómsal Sagan af tilurð Led Zeppelin ekki rétt. 17. júní 2016 13:07