Ég kýs Andra Snæ Þórður Helgason skrifar 21. júní 2016 11:38 Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar