

Af hverju Guðna Th. sem forseta?
Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur.
Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama.
Skoðun

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar