Hver er Guðni Th. Jóhannesson? Jónas Knútsson skrifar 20. júní 2016 14:08 Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Sjá meira
Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða?
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun