Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2016 09:00 Flottur urriði úr Veiðivötnum Mynd: Tómas Skúlason Veiði hófst í Veiðivötnum á laugardaginn og þrátt fyrir leiðindaveður voru nokkrir veiðimenn með fína veiði. Veiðin í fyrra fór seint af stað vegna aðstæðna en vorið var afar kalt og ennþá ís á sumum vötnum. Það er allt annað að sjá aðstæður núna þegar fyrstu veiðimenn voru komnir á bakkann en allur ís er löngu farinn og ástand vatnana eins og best verður á kosið. Veiðin var með ágætum í Fossvötnum, Skálavötnum, Ónýtavatni, Litlasjó og í Hraunvötnum en þar veiddust allt að 6 punda fiskar. Í Hraunvötnum veiddust nokkrir stórir líka þar á meðal einn 8 punda og nokkrir rétt undir því. Vænir fiskar veiddust líka í Skálavötnum. Hlutfall flugu veiddra fiska eykst á hverju ári og alltaf eru veiðimenn að prófa sig áfram með nýjar flugur. Þær sem hafa verið vinsælar eru t.d. Grænn Nobbler, Gylltur Nobbler, Black Ghost og fleiri. Í vor komu fram nokkrar feykilega sterkar flugur í urriðann á Þingvöllum og Veiðivísir mælir klárlega með því að þær verði prófaðar því þær virðast vera afskaplega veiðnar. Flestar leiðir um vatnasvæðið eru greiðfærar, þó ennþá skaflar við Eyvík í Litlasjó og við Eskivatnsvað. Vöðin á ánum eru eins og best verður á kosið. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Veiði hófst í Veiðivötnum á laugardaginn og þrátt fyrir leiðindaveður voru nokkrir veiðimenn með fína veiði. Veiðin í fyrra fór seint af stað vegna aðstæðna en vorið var afar kalt og ennþá ís á sumum vötnum. Það er allt annað að sjá aðstæður núna þegar fyrstu veiðimenn voru komnir á bakkann en allur ís er löngu farinn og ástand vatnana eins og best verður á kosið. Veiðin var með ágætum í Fossvötnum, Skálavötnum, Ónýtavatni, Litlasjó og í Hraunvötnum en þar veiddust allt að 6 punda fiskar. Í Hraunvötnum veiddust nokkrir stórir líka þar á meðal einn 8 punda og nokkrir rétt undir því. Vænir fiskar veiddust líka í Skálavötnum. Hlutfall flugu veiddra fiska eykst á hverju ári og alltaf eru veiðimenn að prófa sig áfram með nýjar flugur. Þær sem hafa verið vinsælar eru t.d. Grænn Nobbler, Gylltur Nobbler, Black Ghost og fleiri. Í vor komu fram nokkrar feykilega sterkar flugur í urriðann á Þingvöllum og Veiðivísir mælir klárlega með því að þær verði prófaðar því þær virðast vera afskaplega veiðnar. Flestar leiðir um vatnasvæðið eru greiðfærar, þó ennþá skaflar við Eyvík í Litlasjó og við Eskivatnsvað. Vöðin á ánum eru eins og best verður á kosið.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði