Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2016 17:29 Íslendingar fagna marki gegn Englandi á EM. Vísir/Getty Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Fréttastofa AP er með áhugavert viðtal við Ken Way, svokallaðan frammistöðusálfræðing [e. performance psychologist], um frammistöðu Íslands á EM í Frakklandi og margumræddan samanburð okkar manna við nýkrýnda Englandsmeistara Leicester, þar sem Way starfar. „Ekki láta ykkur dreyma. Því um leið og það gerist þá farið þið að velta fyrir ykkur afleiðingum úrslitanna,“ voru ráðleggingar Way til íslenska landsliðsins. Kannski að starfslið íslenska landsliðsins ætti að leggja við hlustir enda afrek Leicester eitt það magnaðasta í sögu knattspyrnunnar. „Ef maður lætur leiða sig í gönur með pælingar um að ef við vinnum þennan leik, þá komumst við í undanúrslit, svo í úrslit og verðum svo meistarar - þá mun það draga úr manni orku og einbeitingu.“Sjá einnig: Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á Stade de France á sunnudagskvöld. Þó svo að Frakkar séu mun sigurstranglegri aðilinn, sérstaklega á heimavelli, eru fáir sem afskrifa íslenska liðið.Leicester varð Englandsmeistari í vor.vísir/gettyLiðsandi íslenska liðsins líkur Leicester „Maður sér víkingaviðhorf Íslendinganna. Wes Morgan [fyriliði Leicester] talaði um það í fyrra að þeir væru bræðrasveit sem væri reiðubúin að deyja hverjir fyrir aðra á vellinum. Það er liðsandi [í íslenska liðinu] sem er mjög líkur okkar.“ „Það leit út fyrir að íslenska liðið væri að skemmta sér [í leiknum gegn Englandi], allt liðið,“ sagði Way og sagði að upplifun hans af enska liðinu væri allt önnur. „Viðbrögð þeirra snerust ekki aðeins um að tapa leiknum heldur hvaða þýðingu tapið hefði heima og hvernig gagnrýni þeir myndu fá á sig,“ sagði Way. Hann segir einnig að leikmenn íslenska liðsins ættu að gleyma öllum vangaveltum um að frammistaða þeirra á EM gætu opnað á nýja möguleika fyrir þá. „Ekki hugsa með ykkur að þið gætuð nú komist á samning hjá Leicester, Real Madrid eða Chelsea,“ sagði hann.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40
Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Hefur tilfinningu fyrir því að Ísland og England muni eigast við í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi. 22. júní 2016 11:30
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig Ragnar Sigurðsson gæti spilað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur eftir frammistöðuna á EM. 29. júní 2016 08:33