Belgar eru í miklum vandræðum fyrir leikinn gegn Wales í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi á morgun vegna forfalla varnarmanna liðsins.
Thomas Vermaelen, sem hefur spilað í hjarta varnarinnar í fyrstu fjórum leikjum Belga á EM, tekur út leikbann á morgun.
Búist var við því að Tottenham-maðurinn Jan Vertonghen yrði færður úr stöðu vinstri bakvarðar og í hjarta varnarinnar.
En í dag bárust fréttir af því að Vertonghen hefði snúið sig á ökkla á æfingu og hann verður því ekki með gegn Wales. Sumir miðlar ganga svo langt að segja að hann verði frá í allt að fjóra mánuði.
Þetta er mikið áfall fyrir Belga sem eru einnig án miðvarðanna Vincent Kompany og Nicolas Lombaerts sem meiddust fyrir EM.
Búist er við því að hinn 21 árs gamli Jason Denayer spili í miðri vörn Belga með Toby Alderweireld í leiknum á morgun og Jordan Lukaku leysi stöðu vinstri bakvarðar.
Belgar í tómum vandræðum með varnarlínuna fyrir leikinn gegn Wales
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
