Strákarnir okkar komu aftur saman til æfinga á æfingavellinum í Annecy í dag eftir að hafa slakað á í gær. Þjálfararnir töldu mikilvægt að gefa leikmönnum smá andrými eftir samveruna og álagið undanfarið.
Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson ræddu við blaðamenn eins og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari fyrir æfinguna. Mikill fjöldi fjölmiðlamanna fylgdist með fyrstu fimmtán mínútunum áður en skellt var í lás.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði opna hluta æfingarinnar í bak og fyrir.
Strákarnir okkar æfðu á ný eftir kærkominn hvíldardag | Myndasyrpa
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn