Íslensk fjölskylda grýtt flöskum í Englandi vegna árangurs íslenska landsliðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 11:45 Sumir virðast eiga í erfiðleikum með að þola að tapa. Vísir/Getty/Eyþór Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47
Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30
The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29