Fótbolti

Öryggis-Víðir hjálpaði ljósmyndara Vísis og tók þessa mynd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Öryggis-Víðir mundar vélina.
Öryggis-Víðir mundar vélina. vísir/tom
Starfslið KSÍ á Evrópumótinu í fótbolta fékk mikið hrós frá Heimi Hallgrímssyni á blaðamannafundi landsliðsþjálfaranna í gær.

Eyjamaðurinn sagðist ekki getað þakkað sjúkrateyminu nóg fyrir að halda öllum heilum og starfsliðinu í heild fyrir það sem það hefur gert í Frakklandi. Benda skal réttilega á að ekkert lið er með færra starfsfólk en KSÍ á EM en þar vinnur hver á við að minnsta kosti tvo.

Allir eru tilbúnir að gera hvað þeir geta til að hjálpa til og á það líka við um aðstoð til fjölmiðlamanna. Það sást best á viðtalssvæðinu fyrir æfingu landsliðsins í Annecy í dag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, vildi svo endilega ná mynd í gegnum allt viðtalssvæðið en komst ekki í stöðu til þess vegna grindverks sem skilur að leikmenn og fjölmiðlamenn.

Það var því ekkert annað í stöðunni en að biðja Víði Reynisson, öryggisstjóra íslenska hópsins, um að taka vélina og ná skotinu sem Vilhelm langaði svo að fá.

Öryggis-Víðir tók að sjálfsögðu vel í beiðnina og náði þesari fínu mynd sem má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Víðir á framtíðina fyrir sér í ljósmyndun.vísir/öryggis-Víðir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×