Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, tók ekki þátt í hefðbudinni upphitun með félögum sínum í íslenska landsliðinu á æfingu liðsins í Annecy í dag.
Æfingin var opin fjölmiðlum fyrstu 30 mínúturnar en stærstur hluti þess tíma fór í upphitun. Á meðan að aðrir leikmenn landsliðsins voru í hefðbundinni upphitun skokkaði hann og rölti þess á milli í kringum völlinn með sjúkraþjálfara og lækni.
Leikmenn fóru svo í skallatennis síðustu mínúturnar áður en lokað var fyrir aðgang fjölmiðla en Aron Einar tók ekki þátt í því.
Hann var tæpur vegna meiðsla í nára fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en hefur spilað 90 mínútur í hverjum leik fyrir utan leiksins gegn Ungverjalandi í Marseille en þá fór hann af velli eftir 66 mínútur.
Það er því ekki ástæða til að ætla annars en að Aron Einar verði leikfær fyrir leik Íslands og Frakklands á Stade de France á sunnudag.
Aron Einar tók því rólega á æfingu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

