Strákarnir fengu frí frá öllu í gær: „Við erum stundum eins og eldri borgarar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 10:11 Það þarf að finna eitthvað að gera fyrir þessa gaura. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru búnir að vera saman nær öllum stundum í einn mánuð þökk sé góðum árangri þeirra á Evrópumótinu. Fyrstu menn komu saman 23. maí en allur hópurinn viku seinna þegar deildarkeppni í Evrópu lauk. Einhvernveginn þarf að halda mönnum ferskum og er ýmsum ráðum beitt. Strákarnir okkar fengu frí í gær og máttu gera það sem þeir vildu frá morgni til kvölds. En hvernig er íslenska liðinu haldið á tánum þannig dagarnir verði ekki allir eins? „Við erum með ákveðið plan í þessu öllu saman. Í gær fannst okkur mikilvægt að gefa mönnum frí frá þessu öllu saman; frí frá okkur, fundum og æfingum. Menn gátu gert það sem þeir vildu í gær. Stór hópur fór í golf, stór hópur fór í siglingu um vatnið og þeir borðuðu úti á veitingastöðum. Það er gott að vera Íslendingur að því leytinu til því það þekkja okkur svo fáir,“ sagði Heimir Hallgrímsson og hló við í samtali við Vísi á æfingu landsliðsins í dag. „Þetta var held ég mjög nauðsynlegt. Ég vona að leikmenn komi brosandi á æfingu í dag. En við erum svo með keppni á hverjum degi í ýmsum greinum sem Þorgrímur stýrir. Hann fékk svo Magga Gylfa til að stjórna nokkrum fyrir sig. Það er púttvöllur á hótelinu líka og svona. Við erum stundum eins og eldri borgarar; það er keppni á hverjum degi.“Það er mikil ró í Annecy.vísir/tomFá að vera í friði Því lengra sem liðið nær á Evrópumótinu verður mikilvægi þess að íslenski hópurinn valdi að gista í Annecy alltaf meira. Ákvörðunin gæti í raun ekki hafa verið betri. Þó strákarnir okkar séu orðnir stjörnur í dag er stemningin fyrir EM ekki það mikil í bænum sem hentar Íslandi vel. „Þetta er lykilþáttur í dag sem ég gerði mér ekki nógu mikla grein fyrir í upphafi. Það skiptir svo miklu máli að vera á stað þar sem þú ert algjörlega einn. Við erum á hóteli einir þannig við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra,“ sagði Heimir. „Umhverfið er svo fallegt hérna að það róar mann niður og bærinn er þannig að menn geta verið frjálsir. Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Þetta virðist vera meira vel stætt fólk í sumarleyfunum sínum þannig leikmennirnir fá frið og geta rölt um bæinn sem er rosalega mikilvægt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Níu leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald gegn Frökkum. 30. júní 2016 15:00 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi. 30. júní 2016 15:30 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu eru búnir að vera saman nær öllum stundum í einn mánuð þökk sé góðum árangri þeirra á Evrópumótinu. Fyrstu menn komu saman 23. maí en allur hópurinn viku seinna þegar deildarkeppni í Evrópu lauk. Einhvernveginn þarf að halda mönnum ferskum og er ýmsum ráðum beitt. Strákarnir okkar fengu frí í gær og máttu gera það sem þeir vildu frá morgni til kvölds. En hvernig er íslenska liðinu haldið á tánum þannig dagarnir verði ekki allir eins? „Við erum með ákveðið plan í þessu öllu saman. Í gær fannst okkur mikilvægt að gefa mönnum frí frá þessu öllu saman; frí frá okkur, fundum og æfingum. Menn gátu gert það sem þeir vildu í gær. Stór hópur fór í golf, stór hópur fór í siglingu um vatnið og þeir borðuðu úti á veitingastöðum. Það er gott að vera Íslendingur að því leytinu til því það þekkja okkur svo fáir,“ sagði Heimir Hallgrímsson og hló við í samtali við Vísi á æfingu landsliðsins í dag. „Þetta var held ég mjög nauðsynlegt. Ég vona að leikmenn komi brosandi á æfingu í dag. En við erum svo með keppni á hverjum degi í ýmsum greinum sem Þorgrímur stýrir. Hann fékk svo Magga Gylfa til að stjórna nokkrum fyrir sig. Það er púttvöllur á hótelinu líka og svona. Við erum stundum eins og eldri borgarar; það er keppni á hverjum degi.“Það er mikil ró í Annecy.vísir/tomFá að vera í friði Því lengra sem liðið nær á Evrópumótinu verður mikilvægi þess að íslenski hópurinn valdi að gista í Annecy alltaf meira. Ákvörðunin gæti í raun ekki hafa verið betri. Þó strákarnir okkar séu orðnir stjörnur í dag er stemningin fyrir EM ekki það mikil í bænum sem hentar Íslandi vel. „Þetta er lykilþáttur í dag sem ég gerði mér ekki nógu mikla grein fyrir í upphafi. Það skiptir svo miklu máli að vera á stað þar sem þú ert algjörlega einn. Við erum á hóteli einir þannig við þurfum ekki að taka tillit til einhverra annarra,“ sagði Heimir. „Umhverfið er svo fallegt hérna að það róar mann niður og bærinn er þannig að menn geta verið frjálsir. Það er ekki mikill fótboltaáhugi í Annecy. Þetta virðist vera meira vel stætt fólk í sumarleyfunum sínum þannig leikmennirnir fá frið og geta rölt um bæinn sem er rosalega mikilvægt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Níu leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald gegn Frökkum. 30. júní 2016 15:00 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi. 30. júní 2016 15:30 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Jón Daði og Ragnar ekki í hættu Níu leikmenn íslenska landsliðsins fara í leikbann fái þeir gult spjald gegn Frökkum. 30. júní 2016 15:00
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
Nýkominn heim frá EM í Frakklandi en fær ekki mikið frí Niall McGinn, framherji Aberdeen og norður-írska landsliðsins, fær ekki mikið sumarfrí en hann er nýkominn heim frá Evrópumótinu í Frakklandi. 30. júní 2016 15:30
Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30
Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Lars Lagerbäck lét strákana okkar heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir að vera ekki með 100 prósent einbeitingu eftir sigurinn á Englandi. 30. júní 2016 09:53
Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00