Portúgalski varnarmaðurinn Pepe segist vera klár í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í fótbolta sem fram fer í dag þegar Portúgal mætir heimamönnum í Frakklandi.
Pepe var meiddur í læri þegar Portúgal sló Wales út í undanúrslitum en hann lætur ekkert stöðva sig frá því að mæta Frakkalandi í dag.
„Þetta stærsti leikur lífs míns vegna þess að ég er að leika fyrir fólkið mitt, fyrir þjóð mína,“ sagði Pepe. „Við viljum skrá nöfn okkar á spjöld sögunnar.
„Við vitum að við getum leikið vel. Við fylgjum leikáætlun þjálfarans og ætlum að gleðja alla portúgölsku þjóðina,“ sagði Pepe.
Pepe klár í stærsta leik ferilsins
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


