Grindavík skellti Þór 5-0 í Inkasso deildinni í fótbolta í dag eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.
Með sigrinum fór Grindavík á ný upp í þriðja sæti deildarinnar en liðið er tveimur stigum á eftir Þór sem er í öðru sæti. KA er því með þriggja stiga forystu á nágrana sína á toppi deildarinnar.
Juan Manuel kom Grindavík yfir á 12. mínútu og þar við sat í hálfleik.
William Daniels kom Grindavík í 2-0 á annarri mínútu seinni hálfleiks en hann skoraði einnig fjórða mark liðsins níu mínútum fyrir leikslok.
Þriðja markið var sjálfsmark Bjarka Aðalsteinssonar en Alexander Veigar Þórarinsson fullkomnaði niðurlægingu Þórs fjórum mínútum fyrir leikslok með fimmta marki Grindvíkinga.
Grindavík rúllaði yfir Þór
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn




Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
