BMW og Nissan í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 10:01 Frá Formula E keppninni. BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent