Sport

Conor yrði auðveldur andstæðingur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alvarez fagnar í nótt.
Alvarez fagnar í nótt. vísir/getty
Eddie Alvarez var varla búinn að setja á sig heimsmeistarabeltið í léttvigtinni er hann var farinn í peningaleit.

Alvarez rotaði Rafael dos Anjos með stæl í nótt og varð þar með nýr léttvigtarmeistari hjá UFC.

Ef menn vilja græða alvöru pening í UFC þá þurfa þeir að berjast við Írann Conor McGregor og það veit Alvarez.

„Ég væri alveg til í auðveldan bardaga næst við einhvern eins og Conor McGregor,“ sagði Alvarez í von um að Írinn reiðist voða mikið og verði að berjast við hann.

„Ég á það skilið eftir að hafa barist við alla erfiðu gaurana. Það væri gott að fá einn gefins þannig að endilega komið með Conor í búrið.“

Alvarez er ekki sá fyrsti sem geltir í áttina að Conor í von um að fá feitan launatékka. Alvarez hélt því áfram.

„Það eru margir gaurar í UFC sem eru klókir í að fá andstæðinga sem henta þeim vel. Komast á toppinn án þess að berjast í alvöru við þá bestu. Lauma sér á toppinn og Conor er einn af þeim. Ef hann myndi berjast við mig eða Dos Anjos þá myndi hann komast að því hvað alvöru bardagamaður er.“

Conor er að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Nate Diaz í lok ágúst.

MMA

Tengdar fréttir

Alvarez rotaði Dos Anjos

UFC krýndi nýjan léttvigtarmeistara í gær er Eddie Alvarez rotaði heimsmeistarann Rafael dos Anjos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×