Sport

Köngulóin kemur til bjargar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Silva og Dana White voru ánægðir með þessa niðurstöðu í nótt.
Silva og Dana White voru ánægðir með þessa niðurstöðu í nótt. vísir/getty
Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman.

Í gær féll Jon Jones á lyfjaprófi og því varð að blása af aðalbardagann á UFC 200 sem átti að vera á milli Cormier og Jones um heimsmeistaratignina í léttþungavigtinni.

Þó svo aðeins hafi verið tveir dagar fram að bardaga er Jones féll á lyfjaprófinu þá tókst að bjarga Cormier um bardaga.

Goðsögnin Anderson „The Spider“ Silva hefur boðist til þess að berjast við Cormier. Bardagi þeirra verður þó ekki um heimsmeistarabeltið.

Það voru margir tilbúnir að stökkva til og mæta Cormier í Las Vegas en Silva fékk kallið og svaraði því.

Silva er líklega ekki alveg í sínu besta standi en hann var í aðgerð fyrir sjö vikum síðan þar gallblaðran var fjarlægð úr honum. Hann er heldur ekki sami bardagamaður og hann var enda orðinn 41 árs.

Engu að síður verður líklega gaman að sjá þessa tvo kappa takast á.

UFC 200 verður í beinni á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags.

MMA

Tengdar fréttir

Alvarez rotaði Dos Anjos

UFC krýndi nýjan léttvigtarmeistara í gær er Eddie Alvarez rotaði heimsmeistarann Rafael dos Anjos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×