Eftir 2-0 sigur Portúgals á Wales í kvöld liggur það ljóst fyrir að Ísland verður eina liðið á EM 2016 sem skoraði í öllum leikjum sínum.
Walesverjar voru búnir að skora í öllum sínum leikjum á EM þangað til Portúgalar héldu hreinu gegn þeim í kvöld.
Íslensku strákarnir skoruðu átta mörk í leikjunum fimm á EM. Þeir gerðu eitt mark í fyrstu tveimur leikjunum og svo þrjú í næstu þremur.
Aðeins þrjú lið hafa skorað meira en Ísland á EM; Frakkar, Walesverjar og Belgar.
Íslensku strákarnir þeir einu sem skoruðu í öllum leikjunum sínum

Tengdar fréttir

Schalke hefur áhuga á Ragnari
Ragnar Sigurðsson segist hafa heyrt af áhuga þýska úrvalsdeildarliðsins Schalke á sér en fjölmörg félög hafa áhuga á íslenska landsliðsmanninum þessa dagana.

Roma með Birki undir smásjánni
Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com.

Guðjón Þórðar: KSÍ er ekki að fara bjóða mér neitt starf
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag.

Ragnar einn af bestu leikmönnum EM að mati blaðamanns ESPN
Í grein sem birtist á vef ESPN í gær fer Ian Macintosh yfir þá sem koma til greina sem bestu leikmenn EM sem nú stendur yfir í Frakklandi.

Ronaldo: Grátum vonandi gleðitárum á sunnudaginn
Cristiano Ronaldo skoraði og gaf stoðsendingu þegar Portúgal komst í úrslitaleikinn á EM 2016.

Maradona: Bale er búinn að vera betri en Ronaldo
Besti knattspyrnumaður allra tíma, Argentínumaðurinn Diego Armando Maradona, hefur fylgst vel með EM í Frakklandi.