Guðjón Þórðar: KSÍ er ekki að fara bjóða mér neitt starf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 18:31 Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira