Guðjón Þórðar: KSÍ er ekki að fara bjóða mér neitt starf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 18:31 Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mætti í viðtal til Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþáttinn Akraborgina á X-inu í dag. Skagamennirnir fóru um víðan völl í viðtalinu en aðal umræðuefnið var íslenska landsliðið, bæði í fortíð og nútíð. Guðjón ræddi m.a. um Frakkaleikina frægu í undankeppni EM 2000 og hvort þeir hefðu verið hvatning fyrir strákana sem eru í landsliðinu í dag. „Þetta er þróun og hún hefst í yngri landsliðunum. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að þessir strákar fara að spila saman í yngri liðunum og þeir eiga langan feril saman. En það getur verið að einhverjir leikir eða augnablik fyrr í ferlinu hafi verið hvatning,“ sagði Guðjón sem var nálægt því að koma Íslandi í umspil fyrir EM 2000. „Það er alveg ljóst að viðureignir okkar við heimsmeistara Frakka urðu hvatning til margra. Það sást að það var hægt að gera góða hluti skipti og skipti en það náðist ekki þessi stöðugleiki,“ bætti Guðjón við. Ísland mætti Frakklandi á Stade de France í lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM 2000 og var 2-0 undir í hálfleik. Íslenska liðið gafst hins vegar ekki upp og eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin jöfn. David Trezeguet skoraði svo sigurmark Frakka þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikinn hrósaði Didier Deschamps, þáverandi fyrirliði og núverandi þjálfari Frakka, íslenska liðinu. „Deschamps dáðist að hugrekki íslenska liðsins, hvernig þeir báru sig. Hann sagði að Ísland hefði getað lagst í vörn eftir að hafa jafnað leikinn en gerði það ekki. Það var eftir þessu tekið,“ sagði Guðjón. Að hans mati nálguðust Frakkar leikinn gegn Íslandi á sunnudaginn, sem fór einmitt fram á Stade de France, hárrétt.Guðjón telur ólíklegt að KSÍ bjóði honum starf.vísir/getty„Þeir voru búnir að lesa okkur og gerðu hluti sem ég hélt að Englendingar myndu gera. Þeir nálguðust þetta sennilega af hroka og yfirlæti og héldu að þeir þyrftu ekki að undirbúa sig neitt. Frakkarnir gerðu það ekki, þeir hældu okkur og hrósuðu og það hefur kannski deyft nálgunina hjá okkur,“ sagði þjálfarinn gamalreyndi. „Þeir bökkuðu og sóttu svo af krafti á okkur, með gegnumbrotsleiðum sem við áttum fullt í fangi með að svara. Frakkarnir eru betur skipulagðir en Englendingar og svo eru þeir með miklu betri liðsheild.“ Umræðan barst einnig að næstu skrefum hjá íslenska landsliðinu en sem kunnugt er mun Heimir Hallgrímsson taka einn við því eftir EM. Hann á enn eftir að ráða sér aðstoðarmann og Guðjón segir að Heimir þurfi sterkan karakter með sér. „Mikilvægast að hann fái mann með sér sem hann treystir fullkomlega. Ég myndi halda að hann þyrfti mann sem segir ekki bara það sem hann heldur að Heimir vilji heyra. Þetta þarf að vera gagnrýnin og vitræn samsetning og það skiptir miklu máli hvernig tekst til,“ sagði Guðjón. En hefur hann sjálfur áhuga á starfinu? „Ég á ekki von á því að KSÍ bjóði mér neina vinnu. Ég hef ekki trú á því að ég passi inn í það munstur. Það er ekkert verið að leitast eftir mínum kröftum þar frekar en annars staðar,“ sagði Guðjón.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira