Signý fékk ásinn á þrettándu holu vallarins sem er par þrjú hola. Hún sló með fimm járni en holan er um 160 metra löng. Boltinn lenti á miðri flöt og rann svo niður brekkuna í flötinni á hárréttri línu og í miðja holu við mikinn fögnuð nærstaddra.
Þetta er í fyrsta skipti sem Signý fer holu í höggi en hún spilaði hringinn á þremur undir pari sem er einn besti hringur mótsins. Bætti hún sig um þrettán högg á milli daga en fyrsti hringurinn var leikinn í gær.
Að neðan má sjá myndband frá fögnuðinum en Signý reif upp pútterinn þegar á flötina var komið, af gömlum vana.