Keppir í lúxusflokki en skortir afl Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 14:45 Kia Optima er talsvert stór bíll. Reynsluakstur – Kia Optima Kia Optima er í flokki fólksbíla sem ekki hafa selst vel eftir efnahagshrunið árið 2008, en seldust ágætlega fyrir það. Kia Optima er í flokki með bílum eins og Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Mazda 6, svo einhverjir séu nefndir. Þessir bílar eru magnsölubílar á mörgum öðrum mörkuðum, en hafa ekki náð flugi hérlendis undanfarið þar sem Íslendingar hafa valið sér minni fólksbíla eða jepplinga og jeppa. Kia Optima er nýkominn af fjórðu kynslóð en útlitsbreyting bílsins er mjög lítil, en á móti má segja að ekki sé ástæða til þess að breyta því sem fagurt er fyrir. Kia Optima er einstaklega vel teiknaður bíll, en aðalhönnuður hans, eins og gildir um alla aðra Kia bíla, er Peter Schreyer, einn virtasti bílahönnuður heims sem áður starfaði fyrir Audi. Af mörgum fríðum bílum í þessum stærðarflokki myndu margir segja að Kia Optima sé þeirra fallegastur og ekki er það í andstöðu við skoðun greinarritara.Glæsileg innrétting Ekki minnkar hrifningin þegar bíllinn er opnaður, en þar blasir við ferlega flott innrétting. Rétt er þó að hafa í huga að umboðsaðili Kia, Askja, hefur nær einungis flutt inn Premium útgáfu Optima, sem bæði er hlaðin lúxus og staðalbúnaði og leðurklæddur. Þannig búinn kostar bíllinn 5.990.777 kr. en einnig má fá bílinn í EX-grunnútgáfu sem kostar 5.190.777 kr. Á þessum gerðum munar miklu hvað búnað og innra útlit varðar og fyrir 800.000 kr. mun munar svo miklu að það réttlætir verðmismuninn. Svo eitthvað sé nefnt þá fæst með því glerþak, flottar 18 tommu álfelgur, sjálfvirk tveggja svæða miðstöð, lyklalaust aðgengi, LED ljós, rafstillt bílstjórasæti, leður á sætum, frábært Harman Kardon hljóðkerfi, fjarlægðarskynjarar, 8 tommu snertiskjár, sjálfvirk opnun á skotti og rafmagnshandbremsa. Með öllum þessum búnaði og fallegu útliti er þessi bíll kominn á stall með lúxusbílum og auðveldlega má kaupa bíla í lúxusflokki sem ekki státa af svo miklum búnaði og líta ekki svona vel út. Því má segja að Askja tefli þessum bíl fram aðeins í lúxusútgáfu og verð hans verður því að skoða með þeim augum.Aðeins ein vélargerð Kia Optima er aðeins í boði hér á landi með einni vélargerð, 1,7 lítra dísilvél sem er 141 hestafl og aðeins með 7 gíra DCT sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Þessi vél hefur verið í boði lengi í Optima og með nýrri kynslóð er hún 4 hestöflum aflmeiri og nú með 340 Nm tog. Hún orkar ágætlega og togar vel, en satt best að segja myndast hæglega sú krafa ökumanns að vera með meira afl undir húddinu í svo hrikalega flottum bíl sem Optima er. Þó held ég að allflestir geri ekki meiri kröfu um afl í bílnum og víst er að þessi vél dugar honum við flestar aðstæður. Það er samt eitthvað grátlegt við það að geta ekki valið á milli vélargerða í þessum bíl og eiga kost á aflmeiri vél. Vonandi verður gerð bragabót á því á næstunni, en Optima í Bandaríkjunum er með miklu öflugri vélum, allt að 245 hestöfl. Uppgefin eyðsla er 4,4 lítrar en í reynsluakstrinum var hann með að meðaltali 8,1 lítra og munar þar ansi miklu. Samt fór reynsluaksturinn fram með fremur hófsömum hætti og bílnum sjaldan gefið hressilega inn. Vakti þessi eyðsla viss vonbrigði og leiðir hugann að því að þessi vél sé of lítil fyrir bílinn og stærri vél gæti eytt minna.Einstaklega hljóðlátur og frábært hljóðkerfi Aksturseiginleikar Optima eru með besta móti og hann er alveg til í að dansa fimlega gegnum beygjurnar. Bíllinn liggur hreinlega eins og klessa og hliðarhalla vart gætir. Fjöðrunarkerfið er afar vel upp sett og fellur í sportlegri kantinn í þeim D-stærðarflokki bíla sem Optima tilheyrir. Stýring bílsins er bæði nákvæm og gefur tilfinningu niður á malbikið og allt virðist leika í höndum bílastjóra. Sérstaka athygli vakti hve hljóðlátur Optima er orðinn og það undirstrikar að þessi bíll Kia er mættur til að keppa við lúxusbílana. Önnur birtingamynd þess er Harmon Kardon hljóðkerfið sem fylgir Premium útgáfunni, en þar fara háklassa græjur sem finnst í fáum bílgerðum. Fótarými í aftursætum er með því besta sem gerist í D-flokki og stærð skottrýmis er líka ágætt, eða 505 lítrar. Enda er Kia Optima 4,85 metra langur bíll og mikilfenglegur eftir því. Þessu tók reynsluökumaður líka eftir þar sem mörg forvitin augun eltu hann á ferð um borgina. Nokkuð erfitt er að bera saman verð á Kia Optima og samkeppnisbílum hans þar sem bíllinn er aðeins fluttur inn í ferlega vel búinn premium útgáfu sem kostar tæplega 6 milljónir. Fá má Optima þó á 5,2 milljónir. VW Passat fæst á 4.590.000, Ford Mondeo á 3.990.000 kr. og Mazda 6 á 3.790.000 kr. Því er verð Kia Optima kannski helst til í hærra kantinum. Kostir: Aksturseiginleikar, útlit, staðalbúnaðurÓkostir: Aðeins 1 vélarkostur, eyðsla, verð 1,7 l. dísilvél, 141 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 116 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 201 km/klst Verð frá: 5.190.777 kr. Umboð: AskjaBíllinn var hannaður af Peter Schreyer.Mikið skottrými er í Optima.Mikið er lagt í innréttingu bílsins.Kia Optima er á pari við lúxusbíla hvað útbúnað og frágang innréttingar varðar. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Reynsluakstur – Kia Optima Kia Optima er í flokki fólksbíla sem ekki hafa selst vel eftir efnahagshrunið árið 2008, en seldust ágætlega fyrir það. Kia Optima er í flokki með bílum eins og Volkswagen Passat, Ford Mondeo og Mazda 6, svo einhverjir séu nefndir. Þessir bílar eru magnsölubílar á mörgum öðrum mörkuðum, en hafa ekki náð flugi hérlendis undanfarið þar sem Íslendingar hafa valið sér minni fólksbíla eða jepplinga og jeppa. Kia Optima er nýkominn af fjórðu kynslóð en útlitsbreyting bílsins er mjög lítil, en á móti má segja að ekki sé ástæða til þess að breyta því sem fagurt er fyrir. Kia Optima er einstaklega vel teiknaður bíll, en aðalhönnuður hans, eins og gildir um alla aðra Kia bíla, er Peter Schreyer, einn virtasti bílahönnuður heims sem áður starfaði fyrir Audi. Af mörgum fríðum bílum í þessum stærðarflokki myndu margir segja að Kia Optima sé þeirra fallegastur og ekki er það í andstöðu við skoðun greinarritara.Glæsileg innrétting Ekki minnkar hrifningin þegar bíllinn er opnaður, en þar blasir við ferlega flott innrétting. Rétt er þó að hafa í huga að umboðsaðili Kia, Askja, hefur nær einungis flutt inn Premium útgáfu Optima, sem bæði er hlaðin lúxus og staðalbúnaði og leðurklæddur. Þannig búinn kostar bíllinn 5.990.777 kr. en einnig má fá bílinn í EX-grunnútgáfu sem kostar 5.190.777 kr. Á þessum gerðum munar miklu hvað búnað og innra útlit varðar og fyrir 800.000 kr. mun munar svo miklu að það réttlætir verðmismuninn. Svo eitthvað sé nefnt þá fæst með því glerþak, flottar 18 tommu álfelgur, sjálfvirk tveggja svæða miðstöð, lyklalaust aðgengi, LED ljós, rafstillt bílstjórasæti, leður á sætum, frábært Harman Kardon hljóðkerfi, fjarlægðarskynjarar, 8 tommu snertiskjár, sjálfvirk opnun á skotti og rafmagnshandbremsa. Með öllum þessum búnaði og fallegu útliti er þessi bíll kominn á stall með lúxusbílum og auðveldlega má kaupa bíla í lúxusflokki sem ekki státa af svo miklum búnaði og líta ekki svona vel út. Því má segja að Askja tefli þessum bíl fram aðeins í lúxusútgáfu og verð hans verður því að skoða með þeim augum.Aðeins ein vélargerð Kia Optima er aðeins í boði hér á landi með einni vélargerð, 1,7 lítra dísilvél sem er 141 hestafl og aðeins með 7 gíra DCT sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Þessi vél hefur verið í boði lengi í Optima og með nýrri kynslóð er hún 4 hestöflum aflmeiri og nú með 340 Nm tog. Hún orkar ágætlega og togar vel, en satt best að segja myndast hæglega sú krafa ökumanns að vera með meira afl undir húddinu í svo hrikalega flottum bíl sem Optima er. Þó held ég að allflestir geri ekki meiri kröfu um afl í bílnum og víst er að þessi vél dugar honum við flestar aðstæður. Það er samt eitthvað grátlegt við það að geta ekki valið á milli vélargerða í þessum bíl og eiga kost á aflmeiri vél. Vonandi verður gerð bragabót á því á næstunni, en Optima í Bandaríkjunum er með miklu öflugri vélum, allt að 245 hestöfl. Uppgefin eyðsla er 4,4 lítrar en í reynsluakstrinum var hann með að meðaltali 8,1 lítra og munar þar ansi miklu. Samt fór reynsluaksturinn fram með fremur hófsömum hætti og bílnum sjaldan gefið hressilega inn. Vakti þessi eyðsla viss vonbrigði og leiðir hugann að því að þessi vél sé of lítil fyrir bílinn og stærri vél gæti eytt minna.Einstaklega hljóðlátur og frábært hljóðkerfi Aksturseiginleikar Optima eru með besta móti og hann er alveg til í að dansa fimlega gegnum beygjurnar. Bíllinn liggur hreinlega eins og klessa og hliðarhalla vart gætir. Fjöðrunarkerfið er afar vel upp sett og fellur í sportlegri kantinn í þeim D-stærðarflokki bíla sem Optima tilheyrir. Stýring bílsins er bæði nákvæm og gefur tilfinningu niður á malbikið og allt virðist leika í höndum bílastjóra. Sérstaka athygli vakti hve hljóðlátur Optima er orðinn og það undirstrikar að þessi bíll Kia er mættur til að keppa við lúxusbílana. Önnur birtingamynd þess er Harmon Kardon hljóðkerfið sem fylgir Premium útgáfunni, en þar fara háklassa græjur sem finnst í fáum bílgerðum. Fótarými í aftursætum er með því besta sem gerist í D-flokki og stærð skottrýmis er líka ágætt, eða 505 lítrar. Enda er Kia Optima 4,85 metra langur bíll og mikilfenglegur eftir því. Þessu tók reynsluökumaður líka eftir þar sem mörg forvitin augun eltu hann á ferð um borgina. Nokkuð erfitt er að bera saman verð á Kia Optima og samkeppnisbílum hans þar sem bíllinn er aðeins fluttur inn í ferlega vel búinn premium útgáfu sem kostar tæplega 6 milljónir. Fá má Optima þó á 5,2 milljónir. VW Passat fæst á 4.590.000, Ford Mondeo á 3.990.000 kr. og Mazda 6 á 3.790.000 kr. Því er verð Kia Optima kannski helst til í hærra kantinum. Kostir: Aksturseiginleikar, útlit, staðalbúnaðurÓkostir: Aðeins 1 vélarkostur, eyðsla, verð 1,7 l. dísilvél, 141 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 116 g/km CO2 Hröðun: 10,2 sek. Hámarkshraði: 201 km/klst Verð frá: 5.190.777 kr. Umboð: AskjaBíllinn var hannaður af Peter Schreyer.Mikið skottrými er í Optima.Mikið er lagt í innréttingu bílsins.Kia Optima er á pari við lúxusbíla hvað útbúnað og frágang innréttingar varðar.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent