Nýr Citroën C3 með Cactus-útliti Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 11:00 Nýr Citroën C3. Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent
Citroën kynnti nýjan C3 bíl sinn í lok síðasta mánaðar og kom það flestum á óvart að útlitið hefur hann að stórum hluta erft frá hinum vinsæla Citroën C4 Cactus og er kominn með samskonar hnjaskbólur á hliðunum. Bíllinn er einnig kominn með annan lit á þakinu og vindkljúf að aftan. Bíllinn er nú 399 mm langur og með stærra 300 lítra skott. Ein af nýjungunum sem kynnt er í þessum bíl er myndbandskerfi sem fer í gang ef kerfið skynjar hættu og hugsanlegan árekstur. Nýtt upplýsingakerfi verður í bílnum með Android og Apple CarPlay möguleikum. Hægt verður að fá blindpunktsviðvörun og akreinaskiptivara í bílinn, sem ekki er algengt með svo litla bíla. Bensínvélar bílsins verða frá 82 til 110 hestöfl og dísilvélarnar 75, 99 og 120 hestafla.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent