Rafhlöðuverksmiðja Volkswagen líklegust í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 10:45 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíll. Volkswagen hefur sagt að fyrirtækið þurfi að reisa eigin rafhlöðuverksmiðju til að uppfylla þörfina fyrir stóraukna framleiðslu Volkswagen bílafjölskyldunnar á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum. Nýjustu fréttir úr þeirra herbúðum herma að Kína sé líklegasti staðurinn til að reisa slíka verksmiðju. Volkswagen ætlar að kynna 30 nýja bíla sem drifnir eru áfram að hluta eða öllu leiti með rafmagni á næstu 10 árum. Eftir 10 ár gerir Volkswagen ráð fyrir að selja 3 milljónir bíla sem ganga fyrir rafmagni á hverju ári. Það liggur því ljóst fyrir að eftirspurnin eftir rafhlöðum verður gríðarleg hjá Volkswagen en fyrirtækið vill ekki þurfa að treysta á aðra framleiðendur til að uppfylla þessa þörf. Ein af ástæðum þess að líklegt sé að Volkswagen byggi eigin rafhlöðuverksmiðju í Kína er sú að hún yrði að helmingi fjármögnuð af Shanghai Automotive sem einnig myndi smíða rafhlöður í henni. Volkswagen vill ekki vera háð rafhlöðuframleiðslu Panasonic, Samsung eða LG Chem og hyggst lækka framleiðslukostnað rafhlaðanna með mjög stórri verksmiðju, líkt og Tesla er að byggja í Nevada fyrir sína bíla. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent
Volkswagen hefur sagt að fyrirtækið þurfi að reisa eigin rafhlöðuverksmiðju til að uppfylla þörfina fyrir stóraukna framleiðslu Volkswagen bílafjölskyldunnar á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum. Nýjustu fréttir úr þeirra herbúðum herma að Kína sé líklegasti staðurinn til að reisa slíka verksmiðju. Volkswagen ætlar að kynna 30 nýja bíla sem drifnir eru áfram að hluta eða öllu leiti með rafmagni á næstu 10 árum. Eftir 10 ár gerir Volkswagen ráð fyrir að selja 3 milljónir bíla sem ganga fyrir rafmagni á hverju ári. Það liggur því ljóst fyrir að eftirspurnin eftir rafhlöðum verður gríðarleg hjá Volkswagen en fyrirtækið vill ekki þurfa að treysta á aðra framleiðendur til að uppfylla þessa þörf. Ein af ástæðum þess að líklegt sé að Volkswagen byggi eigin rafhlöðuverksmiðju í Kína er sú að hún yrði að helmingi fjármögnuð af Shanghai Automotive sem einnig myndi smíða rafhlöður í henni. Volkswagen vill ekki vera háð rafhlöðuframleiðslu Panasonic, Samsung eða LG Chem og hyggst lækka framleiðslukostnað rafhlaðanna með mjög stórri verksmiðju, líkt og Tesla er að byggja í Nevada fyrir sína bíla.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent