Rottur og sökkvandi skip Stjórnarmaðurinn skrifar 6. júlí 2016 09:30 Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira