Þeir dýrustu berjast í Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 06:00 vísir/epa Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Mikið hefur verið gert úr meintum ríg milli þessara tveggja dýrustu fótboltamanna sögunnar, og kannski ekki að ósekju þar sem það virðist oft vera kergja á milli þeirra. Þeir eiga þó fleira sameiginlegt en ekki, eins og Chris Coleman, þjálfari Wales, talaði um á blaðamannafundinum fyrir leikinn í kvöld. „Ef þú talar við Ryan Giggs eða Alex Ferguson segja þeir að hann [Ronaldo] sé einn af bestu leikmönnum sem þeir hafa unnið með. En hæfileikar eru ekki allt, þú þarft að vera með rétta hugarfarið, sem hann hefur. Það sama á við um okkar mann, Bale,“ sagði Coleman. Bale er kannski sá fótboltamaður sem kemst næst því að líkjast Ronaldo. Þeir eru báðir líkamleg undur sem hlaupa hraðar, hoppa hærra og sparka fastar en hinn venjulegi leikmaður. Og þeir skila óteljandi mörkum og stoðsendingum.graf/fréttablaðiðRonaldo, sem er fjórum árum eldri, hefur meiri reynslu á stóra sviðinu en hann er að taka þátt í sínum fjórða undanúrslitaleik á stórmóti. Bale og félagar eru hins vegar á ókunnugum slóðum en Walesverjar eru aðeins á sínu öðru stórmóti og því fyrsta síðan á HM 1958 þegar þeir komust í 8 liða úrslit. Ronaldo hefur verið mikið í fréttunum af EM í Frakklandi, ekki bara fyrir frammistöðuna inni á vellinum. Hann tók míkrófón af sjónvarpsmanni og henti út í vatn og lét miður falleg ummæli um Ísland falla sem gerðu hann að óvini íslenska ríkisins númer eitt áður en Björn Steinbekk og Steven Lennon stálu þeim titli. En þrátt fyrir allt, og þá staðreynd að Portúgal hefur ekki enn unnið leik í venjulegum leiktíma á EM, eru Ronaldo og félagar komnir í undanúrslit og eru aðeins tveimur leikjum frá því að verða Evrópumeistarar. Til þess að sá draumur Ronaldos verði að veruleika þarf Portúgal að komast yfir velsku hindrunina. Bale og félagar hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Frakklandi en þeir fara langt á góðu skipulagi, frábærum liðsanda og svo að sjálfsögðu snilli Bales sem hefur skorað þrjú mörk á EM. Það er þó hætt við því að Bale þurfi að eiga sinn allra besta leik í Lyon í kvöld í ljósi þess að miðjumaðurinn öflugi Aaron Ramsey verður ekki með Wales vegna leikbanns. Portúgalar eru sigurstranglegri en velsku drekarnir hafa sýnt að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira