Sálþjónusta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 Talið er að um helmingur ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis á aldrinum 14 til 15 ára fái sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. Í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi sagði Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur afar mikilvægt að koma í veg fyrir þetta fyrsta þunglyndiskast. Það geti haft áhrif á námsárangur, atvinnu, félagshæfni, lífsgæði, dregið úr þörf fyrir læknisþjónustu og misnotkun áfengis og fíkniefna síðar á lífsleiðinni. Eiríkur hefur þróað forvarnarnámskeið gegn kvíða og þunglyndi á unglingastigi, en hvort tveggja fer vaxandi á Íslandi. Námskeiðið er byggt á hugmyndum hugrænnar atferlismeðferðar meðal ungmenna með mörg einkenni þunglyndis. „Forvarnir kynnu að lengja og bæta líf þeirra sem eru í áhættuhópi. Með því að kenna börnum að takast á við andstreymi er líklegra að þau standi sig betur. Markmiðið er að styrkja viðnámsþróttinn. Tilgangur rannsóknar minnar var að kanna hvort unnt væri að koma í veg fyrir þróun þunglyndis meðal ungmenna, sem ekki hafa greinst með það,“ segir Eiríkur. Íslendingar eiga heimsmet í neyslu þunglyndislyfja. Það hefur OECD sýnt okkur svart á hvítu í skýrslum sínum. Um tíu prósent þjóðarinnar nota þunglyndislyf. Ástæðurnar geta verið ýmsar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Ekki er talið að Íslendingar séu þunglyndari en aðrar þjóðir, þvert á móti sýna rannsóknir að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Síðasta haust var samþykkt í fjárlagafrumvarpi þessa árs að verja tæpum 69 milljónum króna til þess að ráða sálfræðinga til starfa á heilsugæslustöðvar landsins. Fjölga á um átta stöðugildi sálfræðinga, en fyrir voru fimmtán starfandi sálfræðingar á heilsugæslunum. Gert er ráð fyrir að þessum stöðugildum verði áfram fjölgað næstu árin. Í haust sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að vitað mál væri að umtalsverður hluti þess fólks sem leitar til heilsugæslunnar glími við vandamál þar sem menntun og þekking sálfræðinga gæti komið að góðum notum, eins og kvíða, þunglyndi, svefnvandamál og annað. „Með þessu móti eflum við heilsugæsluna og sníðum þjónustu hennar betur að þörfum notenda. Á því leikur enginn vafi,“ sagði Kristján. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að atferlismeðferðir virka jafn vel og lyf við þunglyndi. Aðgengi að slíkum meðferðum hefur verið takmarkað og því ekki að furða að læknar ávísi lyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi í meira mæli hér en annars staðar. Tilraunir stjórnvalda til að sporna við þessu, með því að fjölga sálfræðingum á heilsugæslum, er jákvæð. Vonandi verður átakinu haldið áfram og gefið í. Sálfræðingar veita þýðingarmikla og áhrifaríka heilbrigðisþjónustu, í formi forvarna, fræðslu, meðferðar og eftirfylgdar. Þjóðhagslegur ábati getur verið gríðarlegur ef vel er gert. Geðheilbrigðisþjónusta á að vera sjálfsagður þáttur í heilbrigðisþjónustu og varla er hægt að hugsa sér heilsu á heildrænan hátt með því að undanskilja geðheilsuna. Það er afar áríðandi að þessum þörfum sé mætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Talið er að um helmingur ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis á aldrinum 14 til 15 ára fái sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. Í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi sagði Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur afar mikilvægt að koma í veg fyrir þetta fyrsta þunglyndiskast. Það geti haft áhrif á námsárangur, atvinnu, félagshæfni, lífsgæði, dregið úr þörf fyrir læknisþjónustu og misnotkun áfengis og fíkniefna síðar á lífsleiðinni. Eiríkur hefur þróað forvarnarnámskeið gegn kvíða og þunglyndi á unglingastigi, en hvort tveggja fer vaxandi á Íslandi. Námskeiðið er byggt á hugmyndum hugrænnar atferlismeðferðar meðal ungmenna með mörg einkenni þunglyndis. „Forvarnir kynnu að lengja og bæta líf þeirra sem eru í áhættuhópi. Með því að kenna börnum að takast á við andstreymi er líklegra að þau standi sig betur. Markmiðið er að styrkja viðnámsþróttinn. Tilgangur rannsóknar minnar var að kanna hvort unnt væri að koma í veg fyrir þróun þunglyndis meðal ungmenna, sem ekki hafa greinst með það,“ segir Eiríkur. Íslendingar eiga heimsmet í neyslu þunglyndislyfja. Það hefur OECD sýnt okkur svart á hvítu í skýrslum sínum. Um tíu prósent þjóðarinnar nota þunglyndislyf. Ástæðurnar geta verið ýmsar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Ekki er talið að Íslendingar séu þunglyndari en aðrar þjóðir, þvert á móti sýna rannsóknir að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Síðasta haust var samþykkt í fjárlagafrumvarpi þessa árs að verja tæpum 69 milljónum króna til þess að ráða sálfræðinga til starfa á heilsugæslustöðvar landsins. Fjölga á um átta stöðugildi sálfræðinga, en fyrir voru fimmtán starfandi sálfræðingar á heilsugæslunum. Gert er ráð fyrir að þessum stöðugildum verði áfram fjölgað næstu árin. Í haust sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að vitað mál væri að umtalsverður hluti þess fólks sem leitar til heilsugæslunnar glími við vandamál þar sem menntun og þekking sálfræðinga gæti komið að góðum notum, eins og kvíða, þunglyndi, svefnvandamál og annað. „Með þessu móti eflum við heilsugæsluna og sníðum þjónustu hennar betur að þörfum notenda. Á því leikur enginn vafi,“ sagði Kristján. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að atferlismeðferðir virka jafn vel og lyf við þunglyndi. Aðgengi að slíkum meðferðum hefur verið takmarkað og því ekki að furða að læknar ávísi lyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi í meira mæli hér en annars staðar. Tilraunir stjórnvalda til að sporna við þessu, með því að fjölga sálfræðingum á heilsugæslum, er jákvæð. Vonandi verður átakinu haldið áfram og gefið í. Sálfræðingar veita þýðingarmikla og áhrifaríka heilbrigðisþjónustu, í formi forvarna, fræðslu, meðferðar og eftirfylgdar. Þjóðhagslegur ábati getur verið gríðarlegur ef vel er gert. Geðheilbrigðisþjónusta á að vera sjálfsagður þáttur í heilbrigðisþjónustu og varla er hægt að hugsa sér heilsu á heildrænan hátt með því að undanskilja geðheilsuna. Það er afar áríðandi að þessum þörfum sé mætt.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun