Erlent

Danskur ný­nas­istaklofningur beitir ís­lenska lands­liðinu við at­kvæða­veiðar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sem flokkurinn deilir á Facebook-síðu sinni.
Myndin sem flokkurinn deilir á Facebook-síðu sinni.
Stjórnmálaflokkurinn Danskernes Parti hefur gripið til þess ráðs að nota íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu til að vekja athygli á málstað sínum.

Í gær deildi flokkurinn mynd sem sýnir leikmenn franska landsliðsins við hlið íslenskra landsliðsmanna að loknu 5-2 tapi Íslands gegn Frakklandi á Stade de France. Undir myndina hefur verið ritað að fólk eigi að deila myndinni ef það telur að leikmenn franska liðsins ættu frekar heima í Afríkukeppninni.

Danskernes Parti var stofnaður árið 2011 af Daniel Carlsen, sem er 26 ára í dag, þegar hann klauf sig úr danska nýnasistaflokknum DNSB. Flokksmenn staðsetja sig hægra megin á ás stjórmálanna, eða á svipuðum stað og Íslenska þjóðfylkingin, og berst af öllum mætti gegn innflytjendum sem þeir telja að eyðileggja muni danska menningu.

Flokkurinn bauð fram í sveitastjórnarkosningunum í Danmörku árið 2013 en náði hvergi inn manni. Bestum árangri náði flokkurinn í Fredericia þar sem hann hlaut 167 atkvæði eða 0,6 prósent.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×