Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 18:01 „Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07