Að líta í eigin barm Helgi Sigurðsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun