Að líta í eigin barm Helgi Sigurðsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjóra og starfsmenn Kauphallar eins og aðra.Hlutverk Kauphallar Kauphöll er lögbundinn eftirlitsaðili með kauphallarviðskiptum og innheimtir verulegar fjárhæðir til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Kauphöllin hefur jafnframt yfirsýn yfir öll viðskipti og ræður yfir víðtækum tæknibúnaði til að uppfylla skyldur sínar. Kauphöllin setur einnig reglur um hvernig kauphallarviðskipti fari fram og hvaða kröfur eigi að gera til kauphallaraðila. Kauphöllin hefur því mikla möguleika á því að hafa áhrif á hvernig viðskipti eru útfærð. Starfsemi Kauphallarinnar má að nokkru leyti líkja við hlutverk flugumferðarstjóra. Með sama hætti og flugumferðarstjórar fylgjast með flugstjórum og setja þeim viðmið um hvar þeir megi fljúga og hvar ekki, fylgjast starfsmenn Kauphallar með verðbréfamiðlurum í daglegum störfum sínum og setja þeim viðmið um hvað sé heimilt og hvað ekki. Ef þessari samlíkingu er fylgt áfram þá leyfði flugumferðarstjórn (Kauphöllin) flugstjórum að fljúga eftir sömu leiðum allt frá stofnun markaða til haustsins 2008.Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans Í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans voru m.a. verðbréfamiðlarar í eigin viðskiptum bankans sakfelldir. Þeir höfðu gengið inn í framkvæmd sem var óbreytt frá skráningu hlutabréfa bankans á markaði. Hvorki Kauphöllin né aðrir eftirlitsaðilar gerðu athugasemdir við háttsemi þeirra allt frá því að þeir hófu störf hjá bankanum og þar til bankinn féll haustið 2008. Í gögnum málsins og vitnaskýrslum kom fram að starfsmenn Kauphallar hefðu talið aðkomu bankanna mikilvæga forsendu fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Jafnvel þremur árum eftir að þessum viðskiptum lauk, taldi Kauphöllin í bréfi til Fjármálaeftirlitsins ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þátt eigin viðskipta bankans í kaupum. Í bréfinu bendir Kauphöllin réttilega á að hlutabréfaverð íslensku bankanna hafi lækkað umtalsvert umfram verð hlutabréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum á ákærutímabilinu og viðskipti þeirra með eigin bréf hafi verið öllum kunn. Í bréfinu er varað við þröngsýni og eftiráspeki og skorti á því að kaupin séu sett í samhengi við ytri aðstæður.Að líta í eigin barm Umbjóðandi minn sem hefur aldrei á ævi sinni gerst brotlegur við lög og reynt að rækja sínar starfsskyldur heiðarlega og eftir bestu samvisku, er ekki að reyna að skorast undan ábyrgð. Hann hefur hins vegar spurt verjanda sinn að því í hverju refsiverð háttsemi hans sé fólgin. Sú spurning er ekki borin fram af neinu yfirlæti, heldur af fyllstu einlægni einstaklings sem er að leggja sig allan fram við að reyna að skilja hvað hann er sakaður um. Þar stangast allt á. Ekkert samræmi er í því hverjir eru ákærðir. Þeir sem gegna sambærilegum störfum og hljóta þyngstu refsingu hjá einu fjármálafyrirtæki eru ekki ákærðir og eru jafnvel lykilvitni ákæruvaldsins hjá öðru fjármálafyrirtæki. Samkvæmt lögum er fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa eigin bréf og lána til kaupanna. Við setningu laganna var frumvarpsdrögum sérstaklega breytt til að tryggja slíka heimild án þess að fjármálafyrirtækin þyrftu að gerast formlegir viðskiptavakar. Slík viðskipti eru stunduð á Evrópska efnahagssvæðinu með það að markmiði að tryggja hnökralausa verðmyndun hlutabréfa á skráðum mörkuðum og sjá til þess að hluthafar geti á hverjum tíma keypt og selt bréf. Í erlendum fræðiritum sem lögð hafa verið til grundvallar í kennslu hér á landi er sérstaklega farið yfir mikilvægi þessa og varað við því að rugla þessu saman við markaðsmisnotkun. Eignarhlutur Landsbankans í eigin bréfum við fall bankans í október 2008 var 2,1% en til samanburðar var eignarhlutur Danske bank á sama tíma 1,6% (lagalega heimildin er 10%). Af hálfu Kauphallar voru þessi kaup talin æskileg og forsenda fyrir vexti og viðgangi hlutabréfamarkaðar. Viðskiptin voru undir eftirliti sérfróðra aðila og þar gegndi Kauphöllin lykilhlutverki. Umbjóðanda mínum finnst sérkennilegt að sérfróður eftirlitsaðili á markaði sem gerði engar athugasemdir við framkvæmd viðskiptanna skuli nú höfða til ábyrgðartilfinningar hans. Gæti verið að þessi sérfróði eftirlitsaðili þyrfti e.t.v. að líta í eigin barm.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun