Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dreift nektarmynd af fjórtán gamalli stúlku og fyrir að hafa viðhaft kynferðislegt tal við hana á Skype og falast eftir því að hitta hana í kynferðislegum tilgangi.
Brotin áttu sér stað árið 2014 en maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Hann var ekki með verjanda en fram kom í máli hans að hann iðraðist mjög gjörða sinna og féllst hann á að greiða einkaréttarkröfu í málinu að fullu sem hljóðaði upp á eina milljón króna.
Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
