Eins og greint hefur verið frá verður blásið til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur í kvöld til að fagna heimkomu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem luku keppni á Evópumótinu í Frakklandi í gær þegar þeir töpuðu fyrir gestgjöfunum í 8-liða úrslitum með fimm mörkum gegn tveimur.
Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands verður ágætisveður í Reykjavík í kvöld en mjög gott veður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, sól og afar hlýtt.
Yfirgnæfandi líkur eru á að hann haldist þurr og þá verður um 10-12 stiga hiti og hægur vindur. Veðrið ætti því ekki að stoppa neinn í því að taka vel á móti strákunum í bænum í kvöld.
