Náði 400 km hraða á mótorhjóli Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 13:00 Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent
Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent