Lilja Dögg Vilbergsdóttir var dregin út í EM-leik notaðra bíla hjá Brimborg og er nú á leiðinni á úrslitaleikinn á EM í knattspyrnu 2016.
Allir sem keyptu notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 8. til 30. júní fóru í pott. Einn heppinn vinningshafi var svo dreginn út.
Í vinning var ferð fyrir tvo á úrslitaleik EM sem fram fer sunnudaginn 10. júlí. Innifalið er flug með Icelandair, gisting á glæsilegu hóteli og miðar á úrslitaleikinn.
