Einkunnir eftir tapið gegn Frökkum: Gylfi bestur 3. júlí 2016 20:55 Gylfi var valinn maður leiksins á Vísi. vísir/getty Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Ísland er úr leik á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 5-2 tap gegn Frakklandi á Stade de France í kvöld. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslands því eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0. Staðan var svo 4-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik klóruðu okkar menn aðeins í bakkann, en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörk Íslands í síðari hálfleiknum. Lokatölur, eins og áður segir 5-2, en Vísir valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins með sjö í einkunn. Einkunnir alla leikmanna auk umsagna má sjá hér að neðan.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fengum ekkert aukalega frá Hannesi sem var vitað mál að við þyrftum. Fimmta markið skrifast að stóru leyti á hann.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Óþreytandi upp og niður völlinn en átti sem fyrr erfitt með að koma boltanum fyrir úr góðri stöðu.Kári Árnason, miðvörður 4 Þeir Ragnar hikstuðu í samvinnunni í fyrsta markinu og Kári leit illa út í fjórða markinu þótt heppnin hafi verið með Frökkum. Skipt útaf í hálfleik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 5 Samvinnan í hjarta varnarinnar gekk ekki vel í fyrri hálfleik sem hefur verið einn af lyklunum að velgengni liðsins.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Öruggur í varnarleiknum en kom lítið út úr honum sóknarlega. Lagði upp seinna markið með fínni fyrirgjöf.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Skapaði besta færi Íslands í fyrri hálfleik og var mikið í boltanum, skapandi og líflegur. Hélt því áfram þegar hann færði sig á vinstri kantinn í síðari hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Sýndi gríðarlegan dugnað á miðjunni og leiddi liðið í baráttunni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður Íslands í leiknum. Dró vagninn í sóknarleiknum og gaf okkur von um að geta skorað í leiknum. Flest færi Íslands komu eftir gullspyrnur Gylfa.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Átti afar erfitt uppdráttar og komst seint í takt við leikinn. Nýttist lítið í sóknarleiknum og kom ekkert út úr þeim Ara vinstra megin í fyrri hálfleik. Virkaði andlaus lengi vel en skoraði gott mark í lokin.Jón Daði Böðvarsson 5 Fékk besta færi Íslands í fyrri hálflleiknum en náði ekki að stýra boltanum í markið. Duglegur að vanda en vantaði styrk í baráttunni við nautsterka miðverði Frakkanna.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Skoraði mark Íslands og vann einvígin sín í loftinu. Minnti franska fótboltaunnendur á styrkleika sína.Varamenn:Alfreð Finnbogason 6 - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 46. mínútu) Átti fína innkomu, var mikið í boltanum og kom sér í færi.Sverrir Ingi Ingason 5 - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 46. mínútu) Leit illa út í fimmta marki Frakka og fór illa með algjört dauðafæri í síðari hálfleik. Minnti samt á hve björt framtíðin er með hann í vörninni, gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.Eiður Smári Guðjohnsen - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 83. mínútu) Goðsögnin lauk ferlinum með fyrirliðabandið og Ísland skoraði augnabliki eftir innkomuna. Takk.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira