Húh! Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. júlí 2016 08:00 Þetta er skrifað á sunnudagsmorgni – í gær – og ég veit ekki hvort við erum enn vöknuð eða hvort draumurinn heldur enn áfram með þátttöku í undanúrslitum. Hvernig sem fór og hvað sem gerðist í gær litar þessi draumur allt. EM-ævintýrið hefur breytt okkur; sjálfsmynd okkar og ásýnd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Andlit íslenska fótboltans Hvað sér heimurinn? Gleði. Andlit íslenska fótboltans er svipurinn á Aroni Einari fyrirliða í leiknum við Englendinga eftir að hann hefur hlaupið af sínum vallarhelmingi á 83. mínútu leiksins, komist með harðfylgi í færi en ekki náð að skora, og horfir í myndavélina úrvinda, langmeiddur og skælbrosandi, eins og til að segja við okkur: Hrikalega er þetta gaman! Á fyrirliðabandinu um handlegginn standa orðin „No to racism“ og „respect“. Á bak við hann er ráðalaus Tjalli með lokuð augu og allur úr fókus. Búinn að tapa – fyrir löngu. Heimurinn sér gleði og virðingu. Kringum landsliðin okkar í fótbolta hefur myndast falleg stemmning, sem er óralangt frá þeirri bullumenningu sem víða um lönd er tengd fótboltanum, þar sem fullir karlmenn fara um í flokkum, berjandisk og bölvandisk. Íslensku áhangendurnir eru við: þarna eru konur og börn, afar og ömmur, sérvitringar og félagsljómar, skrifstofublækur, sálfræðingar og gjaldkerar. Og auðvitað alls konar gaurar með sinn gauragang. Þar munar mest um Tólfuna, félagsskap fótboltaáhugamanna sem hóf störf árið 2007 til að efla stemmninguna á áhorfendapöllunum, og kalla sig svo vegna þess að stuðningsmennirnir eru tólfti maðurinn á vellinum. Frá Tólfunni streyma þrælskipulögð fagnaðarlæti, stanslaus taktur og líflegir söngvar, og haglega smíðuð slagorð – og fyrst og fremst andrúmsloft; hrópin eru fyndin, hugkvæm og hvetjandi og mjög áhrifamikil. Aldrei verður vart við rætni í garð andstæðinga, leiðindi eða ofstopa. Þetta er eintóm gleði.Áfram Ísland og Áfram Íslaa-aand Við erum komin langan veg frá þeirri drungalegu stemmningu sem ríkti stundum í gamla daga á fótboltaleikjum hér á landi. Kannski birtist munurinn í því hvernig við segjum Áfram Ísland. Forðum var þetta stutt og hörkulegt, atkvæðin höggvin í sundur eins og það væri eitthvað óþægilegt við að hafa þessi orð uppi í sér og það þyrfti að hrækja þeim út úr sér og einungis einu atkvæði í einu. Áhorfendur voru eins og argur verkstjóri að segja mönnum að drífa sig áfram. Menn rifu sig upp í hrópið með áreynslu og hálfgerðum þrautum, eins og þetta væri hvimleið skylda og hljómuðu fyrir vikið eins og þeir væru bálreiðir. Svona nú, áfram! Gamla reiða Ísland. Hrópið fjaraði yfirleitt fljótlega út enda vildi enginn hvetja liðið lengur en nauðsynlega þurfti og svo var þessi eina íslenska sókn líka búin svo fljótt og boltinn fokinn eitthvað upp í áhorfendastæðin … Allt í einu er farið að söngla þetta – Áfram Íslaa-aand svolítið letilega, dregið á langinn, bundið saman það sem áður var höggvið í sundur. Sjálft sönglið er komið frá áhangendum Tottenham Hotspur – Come on you Spurs – eins og annað gott í íslenskum fótbolta og annarri menningu fáum við þetta frá öðrum þjóðum. Merkilegt með þjóðmenningu. Hún er til en það er eiginlega ekki hægt að skilgreina hana, því að þjóð og þjóðmenning er opið kerfi sem sífellt er að bætast eitthvað við, manneskjur og verklag og taktar, og annað að detta út. Stundum blandast eitthvað saman á óviðjafnanlegan hátt. Til dæmis hann Lars. Við skynjum held ég öll hversu óumræðilega sænskur hann er í framgöngu sinni og hugarfari. Við munum líka öll eftir Svíagrýlunni sem einu sinni hélt vöku fyrir íslenskum handboltaáhugamönnum og hægri sinnuðum menningarvitum. Sú hugmynd að fá sænskan þjálfara til liðs við Íslendinga var áreiðanlega geníalasta hugmynd Íslendings frá stofnun lýðveldisins. Sænskir íþróttamenn hafa til að bera ákveðna eiginleika sem Íslendinga hefur skort fram að þessu; aga, skipulagshæfileika, samviskusemi en umfram allt – og einmitt það sem okkur hefur alltaf fundist svo óþolandi við Svía – sigurvissu. Þegar sænsk lið stökkva fram á völlinn geisla þau alltaf af þessari fullvissu um að þau muni sigra; og gera það líka yfirleitt. Íslenskir leikmenn hafa svo kannski til að bera einhverja eiginleika sem þeir sænsku hafa í minna mæli – og verður ekki komið öðru orði að um en „brjálæði“. Þeir hlaupa stundum hraðar en þeir geta hlaupið, gefa meira en þeir eiga, eru á góðum degi eins og góð áhöfn á aflaskipi þar sem allir ganga í öll störf – klárir!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Þetta er skrifað á sunnudagsmorgni – í gær – og ég veit ekki hvort við erum enn vöknuð eða hvort draumurinn heldur enn áfram með þátttöku í undanúrslitum. Hvernig sem fór og hvað sem gerðist í gær litar þessi draumur allt. EM-ævintýrið hefur breytt okkur; sjálfsmynd okkar og ásýnd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.Andlit íslenska fótboltans Hvað sér heimurinn? Gleði. Andlit íslenska fótboltans er svipurinn á Aroni Einari fyrirliða í leiknum við Englendinga eftir að hann hefur hlaupið af sínum vallarhelmingi á 83. mínútu leiksins, komist með harðfylgi í færi en ekki náð að skora, og horfir í myndavélina úrvinda, langmeiddur og skælbrosandi, eins og til að segja við okkur: Hrikalega er þetta gaman! Á fyrirliðabandinu um handlegginn standa orðin „No to racism“ og „respect“. Á bak við hann er ráðalaus Tjalli með lokuð augu og allur úr fókus. Búinn að tapa – fyrir löngu. Heimurinn sér gleði og virðingu. Kringum landsliðin okkar í fótbolta hefur myndast falleg stemmning, sem er óralangt frá þeirri bullumenningu sem víða um lönd er tengd fótboltanum, þar sem fullir karlmenn fara um í flokkum, berjandisk og bölvandisk. Íslensku áhangendurnir eru við: þarna eru konur og börn, afar og ömmur, sérvitringar og félagsljómar, skrifstofublækur, sálfræðingar og gjaldkerar. Og auðvitað alls konar gaurar með sinn gauragang. Þar munar mest um Tólfuna, félagsskap fótboltaáhugamanna sem hóf störf árið 2007 til að efla stemmninguna á áhorfendapöllunum, og kalla sig svo vegna þess að stuðningsmennirnir eru tólfti maðurinn á vellinum. Frá Tólfunni streyma þrælskipulögð fagnaðarlæti, stanslaus taktur og líflegir söngvar, og haglega smíðuð slagorð – og fyrst og fremst andrúmsloft; hrópin eru fyndin, hugkvæm og hvetjandi og mjög áhrifamikil. Aldrei verður vart við rætni í garð andstæðinga, leiðindi eða ofstopa. Þetta er eintóm gleði.Áfram Ísland og Áfram Íslaa-aand Við erum komin langan veg frá þeirri drungalegu stemmningu sem ríkti stundum í gamla daga á fótboltaleikjum hér á landi. Kannski birtist munurinn í því hvernig við segjum Áfram Ísland. Forðum var þetta stutt og hörkulegt, atkvæðin höggvin í sundur eins og það væri eitthvað óþægilegt við að hafa þessi orð uppi í sér og það þyrfti að hrækja þeim út úr sér og einungis einu atkvæði í einu. Áhorfendur voru eins og argur verkstjóri að segja mönnum að drífa sig áfram. Menn rifu sig upp í hrópið með áreynslu og hálfgerðum þrautum, eins og þetta væri hvimleið skylda og hljómuðu fyrir vikið eins og þeir væru bálreiðir. Svona nú, áfram! Gamla reiða Ísland. Hrópið fjaraði yfirleitt fljótlega út enda vildi enginn hvetja liðið lengur en nauðsynlega þurfti og svo var þessi eina íslenska sókn líka búin svo fljótt og boltinn fokinn eitthvað upp í áhorfendastæðin … Allt í einu er farið að söngla þetta – Áfram Íslaa-aand svolítið letilega, dregið á langinn, bundið saman það sem áður var höggvið í sundur. Sjálft sönglið er komið frá áhangendum Tottenham Hotspur – Come on you Spurs – eins og annað gott í íslenskum fótbolta og annarri menningu fáum við þetta frá öðrum þjóðum. Merkilegt með þjóðmenningu. Hún er til en það er eiginlega ekki hægt að skilgreina hana, því að þjóð og þjóðmenning er opið kerfi sem sífellt er að bætast eitthvað við, manneskjur og verklag og taktar, og annað að detta út. Stundum blandast eitthvað saman á óviðjafnanlegan hátt. Til dæmis hann Lars. Við skynjum held ég öll hversu óumræðilega sænskur hann er í framgöngu sinni og hugarfari. Við munum líka öll eftir Svíagrýlunni sem einu sinni hélt vöku fyrir íslenskum handboltaáhugamönnum og hægri sinnuðum menningarvitum. Sú hugmynd að fá sænskan þjálfara til liðs við Íslendinga var áreiðanlega geníalasta hugmynd Íslendings frá stofnun lýðveldisins. Sænskir íþróttamenn hafa til að bera ákveðna eiginleika sem Íslendinga hefur skort fram að þessu; aga, skipulagshæfileika, samviskusemi en umfram allt – og einmitt það sem okkur hefur alltaf fundist svo óþolandi við Svía – sigurvissu. Þegar sænsk lið stökkva fram á völlinn geisla þau alltaf af þessari fullvissu um að þau muni sigra; og gera það líka yfirleitt. Íslenskir leikmenn hafa svo kannski til að bera einhverja eiginleika sem þeir sænsku hafa í minna mæli – og verður ekki komið öðru orði að um en „brjálæði“. Þeir hlaupa stundum hraðar en þeir geta hlaupið, gefa meira en þeir eiga, eru á góðum degi eins og góð áhöfn á aflaskipi þar sem allir ganga í öll störf – klárir!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun