Viðskipti erlent

Versti mánuður á hlutabréfamarkaði síðan í janúar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Útlit er fyrir að MSCI All-Country vísitalan hafi lækkað um 1,6 prósent í mánuðinum.
Útlit er fyrir að MSCI All-Country vísitalan hafi lækkað um 1,6 prósent í mánuðinum. NordicPhotos/GettyImages
Þrátt fyrir hækkanir á evrópskum hlutabréfum og gengi pundsins fyrir helgi, áttu alþjóðlegir hlutabréfmarkaðir sinn versta mánuð í júní síðan í janúar.

Í byrjun árs hrundu kínverskir hlutabréfamarkaðir og fylgdu alþjóðahlutabréfamarkaðir í kjölfarið. Olíuverð tók einnig dýfu. Samanlögð áhrif af þessu voru einn versti mánuður á markaði í nokkur ár.

Reuters greinir frá því að alþjóðlegar áhyggjur af hagvexti, offramleiðsla á olíu sem og áhrif niðurstöðu Brexit-kosninganna hafi valdið lækkunum í júní.

Útlit er fyrir að MSCI All-Country vísitalan hafi lækkað um 1,6 prósent í mánuðinum, sem er versti mánuður vísitölunnar síðan í janúar. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2011 sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir lækka tvo ársfjórðunga í röð.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí






Fleiri fréttir

Sjá meira


×