180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 12:32 Frá svæðinu við Moulin Rouge á öðrum tímanum í Frakklandi í dag. Þar munu stuðningsmenn Íslands safnast saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Vísir/Vilhelm Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05