Hinseginleikinn brýtur niður staðalmyndir á Snapchat Una Sighvatsdóttir skrifar 2. júlí 2016 22:30 Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat. Hinsegin Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat.
Hinsegin Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira