Fótbolti

Mynd Lars á liðsfundi: Örugglega léleg mynd ef þú spyrð Aron

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson sér yfirleitt um alla tæknivinnslu fyrir liðsfundi íslenska landsliðsins en Lars Lagerbäck fékk þó koma með eina glæru í kynningu þjálfaranna á fundi með leikmönnum í gær.

„Þetta var fremur rólegur liðsfundur í gær,“ sagði hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Stade de France í dag.

„Okkur hefur tekist vel að jafna okkur eftir síðasta leik þannig að við Heimir reyndum að koma með skilaboð til leikmanna á fundinum.“

Sjá einnig: Þetta sögðu Aron, Lars og Heimir fyrir leikinn gegn Frakklandi

„Ég hef reynt á síðustu fundum að koma með eina glæru og setja saman nokkrar myndir til að sýna að við erum enn með í keppninni og að við viljum fara til Marseille,“ sagði hann enn fremur.

„Þetta var ekki mikið og ef þú spyrð Aron þá var þetta líklega frekar slæm mynd. Ég fékk að spreyta mig á þessu.“

„Ég held að þú ættir að halda þig við þjálfun,“ skaut Aron þá inn í og var þá hlegið í salnum.

Lars var stuttu síðar nánar út í myndina og af hverju hún var.

„Hún var að vegi sem skiptist í tvær áttir. Ein leið vísaði heim og hin til Marseille.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×