Fótbolti

Stuð hjá Íslendingum í París þrátt fyrir sólarleysi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sólarleysið virtist ekki há Íslendingum sem eru margir mættir til Parísar til að styðja við strákana okkar í baráttunni gegn Frökkum á Stade de France annað kvöld.

Fólk var byrjað að streyma á O'Sullivans barinn við Moulin Rouge á sjötta tímanum í dag þar sem þessar myndir voru teknar.

Íslendingapartý sem skipulagt er af Tólfunni hófst á írska barnum klukkan 18 en formlegri dagskrá lýkur klukkan 01:00 í nótt. Íslendingar munu svo hittast á sama stað á morgun á þriðja tímanum og hita upp fyrir stórleikinn.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar að neðan af Íslendingum í stuði í París.

Erpur Eyvindarsson ætlar að troða upp á O'Sullivans við Moulin Rouge í Íslendingapartýi í kvöld.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×