Lars Lagerbäck annar af landsliðsþjálfurum Íslands í knattspyrnu var spurður út í það á blaðamannafundi á Stade de France í dag hvernig hann héldi ró sinni og um sinn yfirvegaða þjálfunarstíl.
Lars svaraði því til að hann hefði oft fengið þessa spurningu. Hann væri glaður þótt hann sýndi það kannski ekki.
„Auðvitað, þegar þú vinnur leik á móti Englandi þá finnurðu sæluvímuna fara um líkamann allan tímann,“ sagði Svíinn sem fékk spurninguna frá sænska sjónvarpinu.
„Það er erfitt að lýsa því en ég gæti kannski líkt því við eitthvað, en ég veit ekki hvort ég eigi að gera það,“ sagði sænski þjálfarinn og átti greinilega við kynlíf.
„En það var fyrir svo löngu síðan,“ bæti Lars við og uppskar mikinn hlátur.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á
Facebook
,
Twitter
og Snapchat (sport365).
Lars bar tilfinninguna eftir sigurinn gegn Englandi við vel heppnað kynlíf
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn



Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


