Átta þúsund Íslendingar sjá lítið til sólar í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 14:07 Þótt sólin hafi skinið í Annecy þá er lítið af henni hér í París. vísir/vilhelm Það er vonandi að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem verða í París um helgina hafi tekið með sér jakka, peysur og jafnvel síðbuxur. Útlit er fyrir að sólin verði ekki gestur í borg ástarinnar um helgina en þess heldur verði skýjað og einhver úrkoma.Gangstéttin var blaut þegar íslenskir blaðamenn mættu til Parísar í gærkvöldi eftir fjögurra tíma lestarferð frá Annecy þar sem sólin hefur skinið undanfarna daga. Minnti koman á heimkomu í Keflavík eftir sólarlandaferð þar sem rigning og rok taka á móti stuttbuxnaklæddum Íslendingum.Stuðningsmennirnir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen minntu á mikilvægi sólarvarnar í Nice þar sem sólin skein. Hún er hvergi sjáanleg í París.Von er á ríflega átta þúsund Íslendingum í París um helgina í tilefni af leik Íslands og Frakklands á morgun. Reikna má með því að fæstir snúi heim útiteknari en þeir voru fyrir brottför. Veðurspáin fyrir helgina hljóðar nefnilega upp á hita á bilinu 14-19 stig, skýjað og einhverja úrkomu.Fæstir ferðalanganna eru þó komnir til Frakklands vegna góða veðursins heldur til að upplifa einstaka stund á Stade de France annað kvöld í átta liða úrslitum á EM. Þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að staðartíma er reiknað með um 17 gráðu hita og skýjuðu veðri.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30 Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Það er vonandi að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem verða í París um helgina hafi tekið með sér jakka, peysur og jafnvel síðbuxur. Útlit er fyrir að sólin verði ekki gestur í borg ástarinnar um helgina en þess heldur verði skýjað og einhver úrkoma.Gangstéttin var blaut þegar íslenskir blaðamenn mættu til Parísar í gærkvöldi eftir fjögurra tíma lestarferð frá Annecy þar sem sólin hefur skinið undanfarna daga. Minnti koman á heimkomu í Keflavík eftir sólarlandaferð þar sem rigning og rok taka á móti stuttbuxnaklæddum Íslendingum.Stuðningsmennirnir Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen minntu á mikilvægi sólarvarnar í Nice þar sem sólin skein. Hún er hvergi sjáanleg í París.Von er á ríflega átta þúsund Íslendingum í París um helgina í tilefni af leik Íslands og Frakklands á morgun. Reikna má með því að fæstir snúi heim útiteknari en þeir voru fyrir brottför. Veðurspáin fyrir helgina hljóðar nefnilega upp á hita á bilinu 14-19 stig, skýjað og einhverja úrkomu.Fæstir ferðalanganna eru þó komnir til Frakklands vegna góða veðursins heldur til að upplifa einstaka stund á Stade de France annað kvöld í átta liða úrslitum á EM. Þegar flautað verður til leiks klukkan 19 að staðartíma er reiknað með um 17 gráðu hita og skýjuðu veðri.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30 Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Íslendingapartýið í París í dag hefst klukkan 18 Blaz Roca stígur á svið og spiluð verður íslensk tónlist. 2. júlí 2016 13:30
Íslendingar komnir á stjá í París | Myndir París verður svo sannarlega máluð blá næstu tvo daga en Ísland og Frakkland mætast á Stade de France annað kvöld. 2. júlí 2016 13:00
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00