Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2016 12:33 Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. Vísir Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30
Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53
Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30