Fyrrum þjálfari Kolbeins: „Aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 12:00 Yahoo heimsótti Þránd Sigurðsson í Víkinga en hann þjálfaði barnastjörnuna Kolbein Sigþórsson. vísir/afp Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska fótboltaundrinu minnkar ekkert við gott gengi strákanna okkar í Frakklandi. Fjallað er um grasrótina í íslenska boltanum í grein á vefsíðu Yahoo. Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska liðsins, er sagður gott dæmi um uppeldisstarf hjá íslenskum fótboltaliðum þar sem vel menntaðir þjálfarar sinna sínum störfum við góðar aðstæður. Þarna er kannski aðeins fært í stílinn með Kolbein sem var orðinn tólf ára gamall þegar fyrsta knattspyrnuhöllin reis á Íslandi en vissulega var vel séð um þennan hæfileikaríka strák sem var algjör barnastjarna á yngri árum í Víkingi. „Hann var stór og fljótur. Hann sá alltaf markið og elskaði að skora. Ég hef aldrei séð barn á hans aldri með sömu hæfileika,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings sem hefur þjálfað börn og unglinga hjá Reykjavíkurfélaginu í áratugi. Bjarki Már Sverrisson, þjálfari hjá Aftureldingu, er einn þeirra þjálfara sem stuðla að því að skila góðum leikmönnum upp úr yngri flokka starfinu heima, að því segir í grein Yahoo. „Íslenska knattspyrnusambandið hefur staðið sig frábærlega í að mennta þjálfara. Krakkar frá sex ára aldri og upp úr fá menntaða þjálfara,“ segir hann. Fyrir mörgum árum kynntist Bjarki Már markverði einum í Mosfellsbænum sem heitir Hannes Þór Halldórsson. Breiðhyltingurinn hefur náð langt á síðasta áratug með mikinn vilja að vopni og er nú einn besti markvörður Evrópumótsins. „Ég sá hvað hann gat á þeim tíma og hann hefur lagt mikið á sig síðan þá,“ segir Bjarki Már Sverrisson. En getur þetta haldið áfram? Getur íslenska landsliðið haldið áfram að fella risa og standa sig á stórmótum? Það vill Þrándur Sigurðsson meina. „U21 árs liðið okkar er virkilega sterkt þannig ég er fullviss um að þeir muni standa sig í framtíðinni. Strákarnir sem eru á leiðinni eru jafnsterkir og þeir sem eru í landsliðinu núna,“ segir Þrándur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30