Fótbolti

Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Didier Deschamps og Hugo Lloris, þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins, voru nokkrum sinnum spurðir út í löngu innköstin sem Ísland beitir í leikjum sínum.

Ísland skoraði eftir langt innkast í síðustu tveimur leikjum í röð, gegn Austurríki og Englandi, en í bæði skiptin skallaði Kári Árnason boltann áfram eftir innkast Arons Einars. Fyrst fyrir fætur Jóns Daða Böðvarssonar og svo Ragnars Sigurðssonar.

„Innkast af 35-40 metra færi jafngildir þess að fá fast leikatriði hjá Íslandi og við höfum gripið til aðgerða gegn því,“ sagði Deschamps á blaðamannafundinum í mörgum.

„En Ísland er meira en bara löng innköst. Þeir eru með sterka liðsheild og einstaklinga. Það býr meira í sóknarleiknum þeirra en að sparka bara löngum bolta fram á sóknarmennina því íslenska liðið er með góða leikmenn sem geta spilað boltanum sín á milli,“ sagði hann enn fremur.

Lloris tók í svipaðan streng. „Íslendingar eru hættulegir í löngu innköstunum sínum og í öllum föstum leikatriðum. Við höfum leikgreint íslenska liðið og það er ekkert sem mun koma okkur á óvart.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×