Didier Descamps, landsliðsþjálfari Frakka, segist ekki hafa neinar sérstakar æfingar þar sem vítaspyrnur eru á dagskrá í undirbúningi fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld. Það þjóni engum tilgangi.
„Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum,“ sagði Deschamps. Franska liðið byggi það vel að vera með leikmenn í sínum röðum sem væru vanir að taka víti fyrir félögin sín.
„Sumir eru eftir, eftir æfingar, og taka víti en ég verð ekki með neina sérstaka æfingu í vítaspyrnum.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar

Tengdar fréttir

Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs
"Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“

Jón Daði varð fyrir stríðni og einelti en fótboltinn bjargaði honum
Móðir Selfyssingsins segir frá syninum sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á EM í Frakklandi.

EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega
Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum.