Fyrri æfingin
Hamilton varð til þess að stafrænum öryggisbíl var beitt þegar hann snérist í beygju átta. Snúningur Hamilton olli því að Romain Grosjean á Haas bílnum snérist þegar Grosjean var að forðast að lenda á Hamilton.
Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji sex tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg og Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari tæpri sekúndu á eftir Rosberg.
Nýjir kantar hæfðu verið settir á Red Bull Ring brautinni. Max Verstappen fór tvær ferðir yfir þá á Red Bull bílnum. Í fyrra skiptið skemmdist framvængur og í seinna skiptið stýrisbúnaður í bíl hans. Þessi kantur gæti valdið vandræðum í keppninni.
Carlos Sainz á Toro Rosso varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Red Bull.

Munurinn á Rosberg sem var fljótastur og Hamilton sem varð annar voru einungis 0,019 sekúndur.
Úrhellis regn féll þegar skammt var liðið á æfinguna. Enginn ók á brautinni í um 40 mínútur.
Vettel snéri Ferrari bílnum og hann rétt slapp við varnarvegg. Raikkonen snéri Ferrari bílnum líka og nam staðar í malargryfju sem honum tókst samt að klóra sig uppúr og halda áfram.
Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.
Hér að neðan má sjá heildarniðurstöður æfinganna.