Stjarna franska liðsins: Pog-búmm getur allt Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2016 11:30 Pogba er skrautlegur en afskaplega góður leikmaður. vísir/getty Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. Þessi 23 ára gamli miðjumaður og fjórfaldi Ítalíumeistari er mótorinn á miðjunni hjá franska liðinu en gríðarlegar væntingar eru gerðar til hans. Franskur blaðamaður sagði við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega með þjóðina á herðunum.Sjá einnig:Frábær blanda hjá frábæru liði Frakkar hafa mikið dálæti á Pogba en stundum ætlast þeir til of mikils af honum. Það gleymist stundum að þótt hann skori falleg mörk með bylmingsskotum og hafi fengið viðurnefnið Pog-búmm er hann ekki framherji. Þótt hann eigi frábæran leik fyrir franska liðið er hann oft gagnrýndur fyrir að skora ekki þó að það sé ekki hans aðalhlutverk. Hans hlutverk er að vinna boltann, koma honum í spil og taka sín víðfrægu hlaup fram völlinn og þannig þreyta mótherjann. Pogba getur allt. Hann getur legið aftar á vellinum og dreift boltanum kanta á milli. Hann getur spilað framar á miðjunni og verið í barningi og unnið skallabolta. Hann getur líka spilað enn framar og komið sér í hættuleg skotfæri. Dele Alli er afskaplega spennandi miðjumaður sem stóð sig frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó ekkert að gera í varnarleik strákanna okkar. Pogba, aftur á móti, er ekki að spila í sömu deild þegar kemur að hæfileikum og ungstirni Englendinga. Þetta er fullmótaður tarfur sem ætlar sér sigur á heimavelli. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Frakkar eru með marga góða leikmenn í sínu liði en fáir, þó eflaust einhverjir, myndu mótmæla því að Paul Pogba beri af í franska liðinu. Þessi 23 ára gamli miðjumaður og fjórfaldi Ítalíumeistari er mótorinn á miðjunni hjá franska liðinu en gríðarlegar væntingar eru gerðar til hans. Franskur blaðamaður sagði við Fréttablaðið að hann væri einfaldlega með þjóðina á herðunum.Sjá einnig:Frábær blanda hjá frábæru liði Frakkar hafa mikið dálæti á Pogba en stundum ætlast þeir til of mikils af honum. Það gleymist stundum að þótt hann skori falleg mörk með bylmingsskotum og hafi fengið viðurnefnið Pog-búmm er hann ekki framherji. Þótt hann eigi frábæran leik fyrir franska liðið er hann oft gagnrýndur fyrir að skora ekki þó að það sé ekki hans aðalhlutverk. Hans hlutverk er að vinna boltann, koma honum í spil og taka sín víðfrægu hlaup fram völlinn og þannig þreyta mótherjann. Pogba getur allt. Hann getur legið aftar á vellinum og dreift boltanum kanta á milli. Hann getur spilað framar á miðjunni og verið í barningi og unnið skallabolta. Hann getur líka spilað enn framar og komið sér í hættuleg skotfæri. Dele Alli er afskaplega spennandi miðjumaður sem stóð sig frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hafði þó ekkert að gera í varnarleik strákanna okkar. Pogba, aftur á móti, er ekki að spila í sömu deild þegar kemur að hæfileikum og ungstirni Englendinga. Þetta er fullmótaður tarfur sem ætlar sér sigur á heimavelli.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37 Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52 Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25 EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00 „Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Deschamps: Enginn tilgangur að hafa sérstakar vítaspyrnuæfingar „Það er ekki hægt að líkja því við að taka víti í afslöppuðu andrúmslofti á æfingum og svo í leikjum.“ 2. júlí 2016 09:37
Hugo Lloris um Gylfa: Góður strákur og frábær leikmaður Markvörður og fyrirliði franska landsliðsins spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni hjá Tottenham í tvö ár. 2. júlí 2016 09:52
Deschamps man mjög vel eftir söng Jóhanns Friðgeirs "Það var sá sem söng franska þjóðsönginn sem var aðeins öðruvísi en við reiknuðum með.“ 2. júlí 2016 09:25
EM í dag: Níu á hættusvæði og Bolungarvík komin á kortið Strákarnir eru mættir á Stade de France í París. 2. júlí 2016 10:00
„Engin tilviljun að Ísland er komið svona langt“ Þjálfari og fyrirliði franska landsliðsins töluðu af mikilli virðingu um strákana okkar á blaðamannafundi í morgun. 2. júlí 2016 10:30