Enska landsliðið er án þjálfara eftir að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á mánudaginn.
Gareth Southgate, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, var sterklega orðaður við starfið en hann hefur ekki áhuga á því.
Leitin að næsta landsliðsþjálfara Englands hófst formlega í dag en Glenn Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, ku vera ofarlega á blaði hjá stjórnendum enska knattspyrnusambandsins.

Þessum kjarna finnst lítið til þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið koma. Auk Southgate og Hoddle hafa enski þjálfarar eins og Alan Pardew, Steve Bruce, Eddie Howe og Sam Allardyce verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands.
Samkvæmt the Guardian hafði þessi andstaða Rooney og félaga áhrif á þá ákvörðun Southgate að sækjast ekki eftir landsliðsþjálfarastarfinu.
Arsene Wenger, sem hefur stýrt Arsenal undanfarna tvo áratugi, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en ólíklegt þykir að hann taki það að sér.
Meðal annarra erlendra þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands má nefna Laurent Blanc, Jürgen Klinsmann og Slaven Bilic.