Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að hann sjái í hyllingum þegar strákarnir okkar snúa aftur til Íslands eftir Evrópuævintýrið í Frakklandi. Menn séu samt ekki að velta því fyrir sér núna af því strákarnir okkar séu ekki á heimleið strax. Þeir ætli að vinna mótið.
Eftirminnilegt er þegar karlalandsliðið í handbolta kom heim eftir silfrið á Ólympíuleikvanginum í Peking og tugir þúsunda fögnuðu með strákunum á Arnarhóli.
Aron á von á að vel verði tekið á móti strákunum.
„Já, ég held það. Við ætlum náttúrulega fyrst og fremst að vinna þetta. Þá verður þetta ennþá betra partý,“ segir Aron Einar. Menn séu samt ekki að pæla í því þessa stundina.
„Maður sér þetta náttúrulega í hyllingum og væri gaman að þakka öllum fyrir,“ segir fyrirliðinn. Strákarnir séu vel meðvitaðir um að fólk sé búið að borga háar fjárhæðir til að koma út og fylgjast með landsliðinu.
„Að þeir komi og taki þátt í þessu með okkur, er svakalega skemmtilegt og okkar heiður,“ bætir hann við og rifjar upp heimkomu handboltastrákanna.
„Það verður að koma í ljós hvort þessi dagur verði svo skemmtilegur, ég vona það. Hvenær það verður veit enginn en hann verður vonandi.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
Vonast eftir veislu við heimkomu en helst sigurveislu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn